Vörumerkja­handbók Lyfjastofnunar Einkenni, útlit og upplifun

Um okkur

Gæði - Traust - Þjónusta

Hlutverk Lyfjastofnunar er að tryggja öryggi landsmanna með greiðu aðgengi að lyfjum og lækningatækjum, faglegri þjónustu og hlutlausri upplýsingagjöf byggðri á nýjustu þekkingu.

Framtíðarsýn Lyfjastofnunar er að vera leiðandi afl í heilsu og velferð samfélagsins.

Rúna Hauksdóttir Hvannberg
Forstjóri
Eva Björk Valdimarsdóttir
Sviðstjóri skráningarsviðs
Ólöf Þórhallsdóttir
Sviðsstjóri umsókna- og samskiptasviðs
Þórhallur Hákonarson
Sviðsstjóri fjármála- og rekstrarsviðs
Hrefna Guðmundsdóttir
Yfirlæknir
Valgerður Guðrún Gunnarsdóttir
Sviðsstjóri eftirlitssviðs
Guðrún Helga Hamar
Sviðsstjóri þróunarsviðs

Eitt af lögbundnum hlutverkum Lyfjastofnun er að gefa út markaðsleyfi fyrir lyf á Íslandi í samvinnu við lyfjayfirvöld á Evrópska efnahagssvæðinu.

Saga og þróun vörumerkis

Innblástur og endurhönnun

Björn G. Björnsson, leikmyndateiknari, teiknaði merkið árið 1976 og var það fyrst notað í Lyfjafréttum. Lyfjafréttir var upplýsingablað sem ætlað var læknum og í voru upplýsingar um lyf og fréttir af lyfjamálum.

Merkið er stílfærð útfærsla á tákni sem er algent meðal samtaka heilbrigðisstétta, þ.e. vængjaður stafur sem tveir snákar vefja sig um.

Upphaflegt merki Lyfjafrétta var í mjög áberandi rauðgulum lit, sem ætlað var að fanga athygli viðtakandans. Þegar Lyfjastofnun var komið á fót árið 2000 var merki Björns G. Björnssonar vakið til lífsins sem merki hinnar nýju stofnunar, en í stað rauðgula litarins varð blár litur fyrir valinu. Merki Lyfjastofnunar fékk síðan yfirhalningu á vordögum 2016. Það var Tryggvi Tryggvason hönnuður sem gaf merkinu nútímalegra útlit.

„Stafurinn er sproti Hermesar sem meðal Forn-Grikkja var sendiboði guðanna. Hermes var sonur Seifs og bar ýmis viðurnefni, t.d. hagsældarguð, hinn hagvaldi og guð viðskipta. Sproti Hermesar var máttugur eins og segir í Odysseifskviðu Hómers.“

Merkið okkar í dag

Letur

Avenir og Fira sans

Leturgerðir Lyfjastofnunar eru Avenir og Fira Sans. Avenir er sans serif leturgerð og á frönsku þýðir avenir; framtíð. Avenir er skýr en jafnframt hlýlegur textastíll sem passar sérstaklega vel við Fira Sans sem er notaður í allt lesmál.

Aa

Áá

Bb

Dd

Ee

Ff

Gg

Hh

Ii

Íí

Jj

Kk

Ll

Mm

Nn

Oo

Óó

Pp

Rr

Ss

Tt

Uu

Úú

Vv

Xx

Yy

Ýý

Þþ

Ææ

Öö

Myndefni

Lýsandi og bjartar

Myndirnar eru bjartar og oft með skírskotun í einkennisliti Lyfjastofnunar. Þær eru lýsandi og jákvæðar en þó opnar til túlkunar og ekki stuðandi. Mannlega hliðin er áberandi.

Myndheimur

Myndskreytingar og tákn

Myndtáknin eru lýsandi og auka mannlegu tenginguna á spjöldum og öðru efni. Þau eru notuð til þess að hægt sé að skanna hraðar yfir efni og finna það sem er verið að leita eftir. Myndtáknin eru létt og leikandi, með mjúkum formum sem tala til notandans. Myndskreytingin er lýsandi fyrir dýnamískt upplýsingaflæði samtímans.

Litir

Merking og aðgengi

Litir eru mikilvægir til að einkenna vörumerkið og gefa réttan tón í myndmáli. Áhersla er á að litasamsetningar fylgi aðgengiskröfum í hvívetna því efni okkar á að vera aðgengilegt öllum.

Blár

Einkennislitur Lyfjastofnunar, notaður í vörumerkið og fyrirsagnir.

CMYK
C100-M43-Y0-K34
RGB
R0-G97-B169
HEX
#0061A9

Dökkblár

Dökkur grunnur sem gefur skýrleika og dýpt. Notaður til áherslu og á dökkum flötum.

CMYK
C100-M43-Y0-K70
RGB
R0-G44-B77
HEX
#002C4D

Ljósgrænn

Mintugrænn sem gefur frískleika og vísar til heilbrigðisstétta.

CMYK
C7-M0-Y1-K1
RGB
R236-G253-B251
HEX
#ECFDFB

Ljósgrár

Hlýr grunnur notaður í bakgrunna til að brjóta upp efni.

CMYK
C1-M0-Y0-K2
RGB
R249-G250-B251
HEX
#F9FAFB

Svartur

Svartur notaður í meginmálstexta.

CMYK
C0-M0-Y0-K86
RGB
R36-G36-B36
HEX
#242424

Bleikur

Bleikur er áherslulitur sem skal notast sparlega.

CMYK
C20-M100-Y0-K12
RGB
R180-G0-B225
HEX
#B400E1

Sægrænn

Sægrænn er áherslulitur notaður í hlekki.

CMYK
C100-M0-Y12-K0
RGB
R0-G255-B225
HEX
#00FFE1

Dökk grár

Dökk grár er notaður fyrir myndtákn.

CMYK
C31-M14-Y0-K42
RGB
R102-G128-B148
HEX
#668094

Fyrirlestrar á augabragði

Samræmt útlit á glærusetti fyrir alla fyrirlestra og kynningar starfsmanna Lyfjastofnunar.

Vörumerkjahandbók Lyfjastofnunar

Tónn Lyfjastofnunar er skýr, öruggur og traustverður.

Einkenni, útlit og upplifun alls útgefins efni stofnunarinnar tekur mið af þessu.

Starfsmenn Lyfjastofnunar geta sótt merki, letur, íkon, myndasafn, glærupakka (pptx.) í vörumerkja handbók Lyfjastofnunar.

Innskrá / óska eftir aðgangi